25 ára vígsluafmæli

Þann 28. febrúar nk. verða liðin 25 ár frá vígslu Víðistaðakirkju. Í tilefni þess verða hátíðarhöld á sunnudaginn kemur þann 3. mars sem hefjast á guðsþjónustu kl. 14:00.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir heimsækir söfnuðinn og prédikar við guðsþjónustuna. Altarisþjónustu annast sr. Sigurður H. Guðmundsson fyrrverandi sóknarprestur og Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur.

Við guðsþjónustuna munu kórar kirkjunnar syngja ásamt Sigurði Skagfjörð einsöngvara og Guðrún Birgisdóttir leika á þverflautu. Að guðsþjónustu lokinni býður sóknarnefnd til veitinga í safnaðarheimili kirkjunnar. Sjá nánar.

Comments are closed.