Víðistaðakirkja-pano

Guðsþjónustur

Guðsþjónustur eru á hverjum sunnudegi kl. 11:00. Einu sinni í mánuði (oftast þriðja sunnudag í mánuði, en getur þó verið breytilegt) eru haldnar fjölskylduhátíðir þegar sunnudagaskólanum og fjölskylduguðsþjónustunni er fléttað saman í eina athöfn.  Þá eru einnig einu sinni í mánuði svokallaðar tónlistarguðsþjónustur, þar sem flutt verður sérstök tónlist hverju sinni.

Í júni er helgihaldið fært til kvölds og boðið upp á ljúfar stundir sem kallaðar hafa verið „helgistund á sumarkvöldi” og hefjast kl. 20:00. Í júlí og ágúst fellur allt helgihald niður vegna sumarleyfa.