Víðistaðakirkja-pano

Leiguskilmálar

Leiguskilmálar

Kirkjuvörður heldur utan um bókanir á kirkju og safnaðarsal.

 • Leiga á kirkju:
  • Meginreglan skal vera að leigutaki greiði fullt gjald 50.000,- fyrir viðburði/tónleika í kirkjunni, a.m.k. ef selt er inn. Sé um upptökur að ræða er greitt kr. 4.500,- pr. klst.
  • Hægt er að semja við leigutaka um að greiða hluta/alla leiguna með tónlistar-flutningi við helgihald í kirkjunni. Það verði þá gert í samráði við organista og sóknarprest.
  • Sérstakar beiðnir um niðurfellingu leigugjalds, t.d. vegna styrktartónleika þar sem ágóði rennur ótvírætt til góðra málefna og vegna skóla eða ungmennastarfs, skulu skoðaðar í hverju tilviki fyrir sig.
  • Ef ákveðið er að fella niður leigu af fyrrgreindum ástæðum eða öðrum, þá nær það ekki yfir greiðslu til kirkjuvarðar. Alltaf skal greitt lágmarksgjald kr. 15.000,-.
  • Leigutaki skal greiða leigu fyrirfram inn á reikning Víðistaðakirkju með skýringu „Leiga”
   • Reikningur 0544-26-004004, kt. 620677-0199
   • Kirkjuvörður gerir reikning fyrir útleigu á Víðistaðakirkju.
  • Greiðsla staðfestir samþykki leigutaka á leiguskilyrðum sem lýst er hér að neðan.
  • Leigutaki ber ábyrgð á að framkvæmd þeirra atburða sem fram fara í kirkju séu í samræmi við þær reglur sem tilgreindar eru í leiguskilyrðum.
 • Leiga á safnaðarsal:
  • Leiga á kirkju og sal er aðskilin. Ef kirkjan er leigð fylgja ekki afnot af safnaðarheimili nema greidd sé leiga fyrir það sérstaklega.
  • Meginreglan skal vera að leigutaki greiði fullt gjald 47.000,- fyrir notkun á safnaðarsal.
  • Fyrir félagsfundi án afnota af eldhúsi, er salarleiga 10.000,- kr. á klst.
  • Leigutaki skal greiða leigu fyrirfram inn á reikning Víðistaðakirkju með skýringu „Leiga”.
   • Reikningur 0544-26004004, kt. 620677-0199
   • Kirkjuvörður gerir reikning fyrir útleigu á safnaðarheimili.
  • Greiðsla staðfestir samþykki leigutaka á leiguskilyrðum sem lýst er hér að neðan.
  • Öllum útleigum fylgir starfsmaður, umsjónaraðili safnaðarheimilis (verktaki), sem hefur umsjón með eldhúsi og öðrum hlutum sem snúa að salnum. Starfsmanneskjan kostar 4.000,- kr. fyrir hverja klukkustund. Ef gestir eru fleiri en 50 skulu vera tveir starfsmenn í sal.
 • Leiguskilyrði:
  • Leigutaki ber ábyrgð á að framkvæmd þeirra atburða sem fram fara í safnaðarheimilinu séu í samræmi við þær reglur sem tilgreindar eru hér að neðan.
  • Leigutaki tekur salinn á leigu eins og hann er, með þeim fjölda borða og stóla sem þar eru og þeim myndum sem á veggjunum hanga (Mismunandi eftir mynd-listarsýningum hverju sinni). Hann má breyta uppröðun borða og stóla en fjarlægir ekki úr sal nema í samráði við umsjónaraðila/starfsmann kirkjunnar.
  • Þegar salur er leigður út fyrir kvöldveislur skal veislu ljúka eigi síðar en á miðnætti. Einungis er leyfð hófleg neysla léttra áfengra drykkja.
  • Leigutaka skal gerð grein fyrir því að helgi kirkjunnar gerir kröfur til virðingar í allri umgengni, ekki síst í helgasta rými hennar í kór og við altari.
  • Leigutaka skal gerð grein fyrir því að hann hafi ekki leyfi til að aðhafast nokkuð með eldhústæki, borðbúnað, muni, stóla, hljóðfæri, hljóðkerfi eða annað í safnaðarheimili og/eða kirkju nema í samráði við umsjónaraðila/kirkjuvörð.
  • Í þeim tilvikum sem við á skal leigutaki ekki hafa afnot af hljóðfærum kirkjunnar nema í samráði við organista. Þegar um er að ræða rafræna tónleika er aðgangur að flygli ekki leyfður.
  • Leigutaki skal beðinn að hafa í huga að það sem fara muni fram á hans vegum í kirkjunni, tónlist eða annað, skuli vera við hæfi.