Víðistaðakirkja-pano

Vetrardagar

Vetrardagar í Víðistaðakirkju 29. okt. – 5. nóv. 2023

Sunnudagur 29. október

Kl. 10:00 Sunnudagaskóli í umsjá Ísabellu og Helga.
Kl. 11:00 Tónlistarguðsþjónusta.

Sóknarbandið sér um tónlistarflutning.

Kl. 12:00 Léttar veitingar í safnaðarsal.

Þriðjudagur 31. október

Kl. 09:30 Tónlistardagur barnanna – Bach fyrir börnin

Umsjón: Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju.

 

Miðvikudagur 1. nóvember

Kl. 12:00 Orgelandakt og kyrrðarstund

Sveinn Arnar organisti leikur valin orgelverk og kyrrðarstund hefst kl. 12:10.

Íslensk kjötsúpa í safnarsal eftir stundina.

 

Fimmtudagur 2. nóvember

Kl. 17:30 Kyrrðarbænanámskeið

í umsjá Bergþóru Baldursdóttur og Bylgju Dísar Gunnarsdóttur.

Samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju.

 

Föstudagur 3. nóvember

Kl. 18:30 Kór og kótilettur

Kór Víðistaðasóknar flytur létta dagskrá undir stjórn Sveins Arnars organista.

Kótilettukvöld í safnaðarsalnum á eftir eða um kl. 19:30.

Skráning: kirkjuvordur@vidistadakirkja.is / 891-8477

 

Laugardagur 4. nóvember

Kl. 11:00 Kertasmiðja – fyrir alla fjölskylduna

Ísabella Leifsdóttir kennir kertagerð. Þátttakendur taki með sér ílát, potta, glös eða dósir. Námskeiðið sem tekur u.þ.b. 2 klst. og er í boði kirkjunnar.

Skráning á pinkupcycling@gmail.com

 

Kl. 16:30 Aggi og mæðgurnar

Mæðgurnar Hanna Björk Guðjónsdóttir og Björg Birgisdóttir, hljómsveit Agnars Más Magnússonar og Söngskólinn Domus vox flytja lög úr söngleikjum og kvikmyndum.

Miðasala á tix.is – Miðaverð kr. 4.500,-

 

Sunnudagur 5. nóvember

Kl. 10:00 Sunnudagaskóli í umsjá Ísabellu og Helga.
Kl. 11:00 Guðsþjónusta – Látinna minnst.
Kl. 12:00 Vöfflukaffi í safnaðarsal.