Víðistaðakirkja-pano

Vetrardagar

„Vetrardagar í Víðistaðakirkju“ eru haldnir að þessu sinni dagana 3. – 10. nóvember. Tilgangur Vetrardaga er að vekja sérstaka athygli á safnaðarstarfinu en að auki er boðið upp á ýmsa einstaka viðburði.

Sunnudagur 3. nóvember (Allra heilagra messa):

Kl. 11:00  Tónlistarguðsþjónusta. Kó Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og Ólafur Freyr Birkisson syngur einsöng. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.

Kl. 13:00  Veitingar í safnaðarsal – þar fer fram myndlistarsýning Ragnheiðar Líneyjar Pálsdóttur.

Þriðjudagur 5. nóvember:

Kl. 20:00  Tónleikar. Flensborgarkórinn syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg.

Miðvikudagur 6. nóvember:

Kl. 12:10   Kyrrðarstund – á hverjum miðvikudegi.

Kl. 13:30   6-9 ára starf – fer fram vikulega á miðvikudögum.

Kl. 14:30  10-12 ára starf – fer fram vikulega á miðvikudögum.

Fimmtudagur 7. nóvember:

Kl. 20:00 Fyrirlestur „Leikreglur karlmennskunnar“. Þorsteinn V. Einarsson meistaranemi í kynjafræði flytur fyrirlesturinn en markmið hans er að hrista upp í viðteknum hugmyndum um karlmennsku og kynhlutverk, benda á endurteknar birtingarmyndir karlmennsku og staðalmyndir um kyn og svara því hvers vegna og hvernig karlar geti tekið þátt í að skapa jafnrétti í sínu umhverfi.

Fimmtudagur 7. nóvember:

KL. 9:30 Tónlistardagur barnanna. Dúó Stemma skipuð þeim Herdísi Önnu Jónsdóttur (víóluleikara) og Steef Van Oosterhout (slagverksleikara) verður með tónlistardagskrá fyrir börn í 1. – 4. bekk skóla hverfisins, þar sem þemað er vináttan.

Sunnudagur 10. nóvember:

Kl. 11:00  Fjölskylduhátíð.  Umsjón Margrét Lilja og Helga Þórdís. Börn úr Lúðrasveit Víðistaðaskóla koma í heimsókn og leika undir stjórn Vigdísar Klöru Aradóttur.  Veitingar í safnaðarsalnum á eftir.