
Vetrardagar
„Vetrardagar í Víðistaðakirkju“ verða haldnir dagana 29. október – 6. nóvember 2022. Dagskrá:
Laugardagur 29. október
Kl. 10:00 – 15:00 Kyrrðarbænanámskeið Umsjón: Arna Harðardóttir, Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir
Skráning: https://kyrrdarbaen.skramur.is/input.php?id=7
Sunnudagur 30. október
Kl. 10:00 Sunnudagaskóli í umsjá Dísu og Benna
Kl. 11:00 Tónlistarguðsþjónusta. Kórfélagarnir Aðalsteinn Guðlaugsson og Sigrún Dóra Jóhannsdóttir syngja. Sóknarbandið sér um undirleik.
Kl. 12:00 Léttar veitingar í safnaðarsal
Þriðjudagur 1. nóvember
Kl. 09:30 Tónlistardagur barnanna – Orgelið rokkar!
Jón Bjarnason organisti í Skálholti, ásamt Sveini Arnari, gefa innsýn í fjölbreytileika orgelsins. Leikin verður rokktónlist, popptónlist og kvikmyndatónlist.
Miðvikudagur 2. nóvember
Kl. 12:00 Orgelandakt og kyrrðarstund Sveinn Arnar leikur valin orgelverk og kyrrðarstund hefst kl. 12:15. Léttar veitingar í safnaðarsal eftir stundina og söngstund við harmonikuleik Benna Sig.
Kl. 17:30 Kyrrðarbænastund í umsjá Bergþóru Baldursdóttur og Bylgju Dísar Gunnarsdóttur.
Fimmtudagur 3. nóvember
Kl. 20:00 „Bara Benny” Kórtónlist, þjóðlagatónlist og dægurtónlist eftir Benny Andersson. Benny er sennilega þekktastur fyrir stórglæsilegan feril með ABBA en hann hefur einnig samið mikið af fallegri kórtónlist og þjóðlagatónlist. Flytjendur eru Kór Víðstaðasóknar, Kór Seljakirkju, Barbörukórinn, Benedikt Sigurðsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir ásamt hljómsveit hússins! Aðgangseyrir kr. 3.500. Miðasala á tix.is og við inngang
Laugardagur 5. nóvember
Kl. 12:00 – 16:00 Nytjamarkaður
Sunnudagur 6. nóvember
Kl. 10:00 Sunnudagaskóli í umsjá Dísu og Benna
Kl. 11:00 Guðsþjónusta – Látinna minnst
Kl. 12:00 Vöfflukaffi í safnaðarsal