Víðistaðakirkja-pano

Systrafélagið

Systrafélag Víðistaðasóknar var stofnað árið 1980 og hefur æ síðan unnið öflugt starf fyrir kirkju og söfnuð. Félagsstarfið er mikilvægur liður í því að auka virkni safnaðarfólks í kirkjustarfinu um leið og það styrkir mjög með framlögum sínum þá ytri umgjörð sem einnig er nauðsynleg í safnaðarheimili og kirkju.

Helsta fjáröflunarverkefni félagsins er blómasala á vorin, en vetrarstarfið markast af mánaðarlegum fundum í safnaðarheimilinu sem haldnir eru fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar kl. 20:00. Formaður félagsins er Gumunda Veturliðadóttir munda1949@gmail.com