Víðistaðakirkja-pano

Ritningarvers

Hér fyrir neðan má finna nokkur ritingarvers héðan og þaðan úr Biblíunni. Fermingarbörnin eru beðin um að velja sér eitt vers en er þó að sjálfsögðu frjálst að velja sér annað vers en hér er birt. Í fermingartíma í vetur munu þau svo skila versinu sem þau velja til sr. Braga og mun það síðan verða prentað á staðfestingarskjal fermingarinnar sem þau fá afhent á fermingardaginn.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.  Sálm.119.105

Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki.  Matt.5.3

Allt sem þið viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.  Matt.7.12

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.  Orðskv.4.23

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá  Matt.5.8

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.  Matt.7.7

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.  Sálm.23.1

Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull.  Orðskv.22.1

Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.  Jóh.8.12

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.  Jóh.3.16

Sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins svo að augljóst verði að verk hans eru í Guði gerð.  Jóh.3.21

Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.  Lúk.11.28

Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.  Matt.28.20

Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.  Sálm.121.7

Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis.  Sálm.127.1

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.  Sálm.37.5

Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.  Jóh.14.1

Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.  Sálm.121.2

Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.  1.Kor.13.7-8a

Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugafari sem Jesús Kristur var.  Fil.2.4-5

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.  Sálm.145.8

Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.  Sálm.107.1