Víðistaðakirkja-pano

Safnaðarheimilið

Safnaðarheimilið

Meginhluti safnaðarheimilis kirkjunnar er safnaðarsalurinn sem er við norðurhlið kirkjuskipsins.  Hægt er að opna þar á milli og bæta við um 100 sætum í salnum þegar fram fara fjölmennar athafnir eða tónleikar í kirkjunni.  Þegar salurinn er hins vegar notaður fyrir kirkjukaffi, erfisdrykkjur eða veislur er hægt að dekka borð fyrir um 100 manns en með því að opna inn í kirkju má bæta við um 20 sætum til viðbótar.

Innaf salnum er gott fullbúið eldhús, sem var algjörlega endurnýjað árið 2011, og upp á næstu hæð loftsalurinn, minni salur sem oft er notaður samhliða aðalsalnum þegar fjöldinn er það mikill að hann rúmast ekki eingöngu niðri. Þá er stundum dekkað upp á kirkjusvölunum.

Safnaðarheimilið er leigt út fyrir ýmiss konar samkomur.  Salurinn er notalegur og öll aðstaða hin ákjósanlegasta fyrir margvísleg tilefni, t.d. erfisdrykkjur, skírnar- og fermingarveislur, brúðkaupsveislur, útskriftarveislur, fundi og ráðstefnur svo eitthvað sé nefnt.  Helgi Hjálmtýsson kirkjuvörður sér um bókanir í símum 565-2051 og 891-8477 og netpósti kirkjuvordur@vidistadakirkja.is (sjá starfsfólk).

          Oktavía Ágústsdóttir starfar sem verktaki við kirkjuna og þegar salurinn er leigður út er hún alltaf til staðar og heldur utan um veislurnar fyrir leigutaka svo sem óskað er eftir. Þegar salurinn hefur verið bókaður hjá kirkjuverði þá er nauðsynlegt að hafa sem fyrst samband við Oktavíu varðandi allt fyrirkomulag í salnum. Sími hjá henni er 863-2113.