IMG_1109-pano

Fermingarstarf

Lögð er áhersla á að hafa fermingarstarfið lifandi, skemmtilegt og fræðanda. Markmiðið er að fermingarbörnin fái að kynnist starfi kirkjunnar, taki þátt og njóti þess að upplifa stemninguna sem þar ríkir, auk þess að fræðast um grundvallaratriði kristinnar trúar.

Ýmsir gestir koma og taka þátt í fræðslunni  – svo hún verði fjölbreytt og nái til allra. Fermingarbörnin taka m.a. þátt í hjálparstarfi og messuþjónustu.

Farið verður í sólarhringsferð í Vatnaskóg. Þar er gaman að dvelja við skemmtileg verkefni í góðum hópi.

Fermingarstarfið 2021 – 2022

Fermingarstarfið hefst með haustnámskeiði fimmtudaginn 16. sept. kl. 15:15. Fermingarbörnin mæta svo vikulega til loka nóvember. Sjá áætlun fermingarstarfsins hér að neðan (Birt með fyrirvara):

Fræðslugögn:

Biblían, Con Dios, Kirkjulykill. Notuð er kennslubókin Con Dios sem gefin var út af Skálholtsútgáfunni 2013. Þá bók þurfa börnin að eignast og verður hún til sölu hér í kirkjunni á kr. 2.500,-. Greiða þarf fyrir bókina með reiðufé því enginn posi er í kirkjunni. Bókin fæst einnig í ýmsum bókaverslunum. Kirkjan leggur til Biblíur til notkunar við fræðsluna.

Þá fá börnin afhenta bókina Kirkjulykil endurgjaldslaust. Kirkjulykillinn er notaður í vetur, aðallega í tengslum við mætingar í messur sem er hluti fermingarundirbúningsins. Ætlast er til að þau mæti í a.m.k. 8 guðsþjónustur fram að fermingu, taki þá bókina með, skrifi inn í bókina og fái stimpil fyrir hverja mætingu á þar til gerðar síður. Þátttaka í s.k. messuhópum er einnig liður í fermingarstarfinu sem verður kynntur á námskeiðinu. Gefur aukastimpil!

Áætlun

 • Foreldrafundur sunnudaginn 26. september
  • Kynning á fermingarstarfinu í Víðistaðakirkju.
  • Hefst strax eftir poppmessu sem er kl. 11:00.
  • Vegna aðstæðna er ekki víst að hægt verði að hafa samvera í safnaðarheimilinu með veitingum eins og hefð er fyrir. Verður mögulega síðar.
  • Verður boðað sérstaklega þegar nær dregur.
 • Ferðalag í Vatnaskóg (með fyrirvara)
  • Tími: 27. – 28. september.
  • Foreldrar beðnir um að fá frí fyrir börn sín í skólanum þessa daga.
  • Verður staðfest og kynnt betur þegar nær dregur.
  • Ferðin er ekki innifalin í fermingarfræðslugjaldi, heldur greidd sérstaklega. Ég læt vita um kostnaðinn (sem er niðurgreiddur af kirkjunni) um leið og ég fæ uppl. frá KFUM/K sem sér um námskeiðið í Vatnaskógi.
 • Haustnámskeið 2021
  • Fimmtudaginn 16. sept. kl. 15:15
   • Kynning – Fræðsla – Skipulag messuþjónustu
  • Fimmtudaginn 23. sept. kl. 15:15
   • Fræðsla
  • Mánud. 27. – þriðjud. 28. sept.
   • Vatnaskógarferð
  • Fimmtudaginn 7. okt. kl. 15:15
   • Heimsókn: Erna Kristín
   • Fyrirlestur um líkamsímynd.
  • Fimmtudaginn 14. okt.
   • Vetrarfrí
  • Fimmtudaginn 21. okt. kl. 15:15
   • Heimsókn: Gídeonfélagið gefur Nýja testamentið.
  • Fimmtudaginn 28. okt. kl. 15:15
   • Heimsókn: Kristín Ólafsdóttir
   • Kynning á verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar.
  • Fimmtudaginn 4. nóv. kl. 17:15
   • Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar.
   • mikilvægt að allir mæti
   • Pizzuveisla að söfnun lokinni
   • Verður kynnt betur er nær dregur
  • Fimmtudaginn 11. nóv. kl. 15:15
   • Sveinn Arnar organisti kirkjunnar
   • Sálmar og kirkjutónlist
  • Fimmtudaginn 18. nóv. kl. 15:15
   • Fræðsla
 • Vornámskeið 2022
  • Fimmtudaginn 20. jan. kl. 15:15
   • Heimsókn: ATH.
  • Fimmtudaginn 27. jan. kl. 15:15
   • Fræðsla
  • Fimmtudaginn 03. feb. kl. 15:15
   • Heimsókn: Benedikt Sigurðsson
   • Umhverfismál
  • Fimmtudaginn 10. feb. kl. 15:15
   • Fræðsla
  • Fimmtudaginn 17. feb. kl. 15:15
   • Fræðsla
  • Fimmtudaginn 24. mars kl. 15:15
   • Fræðsla
  • Fimmtudaginn 03. mars kl. 15:15
   • Undirbúningur fyrir fermingu
  • Fimmtudaginn 10. mars kl. 15:15
   • Undirbúningur fyrir fermingu
 • Æfingar og kyrtlamátun fyrir fermingar 2022:
  • Þau sem fermast 3. apríl kl. 10:30 mæta á æfingu fimmtud. 31. mars kl. 16:00.
  • Þau sem fermast 10. apríl kl. 10:30 mæta á æfingu fimmtud. 7. apríl kl. 16:00.
  • Þau sem fermast 14. apríl kl. 10:30 mæta á æfingu þriðjud. 12. apríl kl. 16:00.