IMG_1109-pano

Fermingarstarf

Sumarnámskeið fermingarbarna

Fermingarstarfið hefst með haustnámskeiði fimmtudaginn 24. sept. kl. 15:15. Fermingarbörnin mæta svo vikulega til loka nóvember. Sjá áætlun fermingarstarfsins hér að neðan:

Fræðslugögn:

Biblían, Con Dios, Kirkjulykill. Notuð er kennslubókin Con Dios sem gefin var út af Skálholtsútgáfunni 2013. Þá bók þurfa börnin að eignast og verður hún til sölu hér í kirkjunni á kr. 2.500,-. Greiða þarf fyrir bókina með reiðufé því enginn posi er í kirkjunni. Bókin fæst einnig í ýmsum bókaverslunum. Kirkjan leggur til Biblíur til notkunar við fræðsluna.

Þá fá börnin afhenta bókina Kirkjulykil endurgjaldslaust. Kirkjulykillinn er notaður í vetur, aðallega í tengslum við mætingar í messur sem er hluti fermingarundirbúningsins. Ætlast er til að þau mæti í a.m.k. 8 guðsþjónustur fram að fermingu, taki þá bókina með, skrifi inn í bókina og fái stimpil fyrir hverja mætingu á þar til gerðar síður. Þátttaka í s.k. messuhópum er einnig liður í fermingarstarfinu sem verður kynntur á námskeiðinu. Gefur aukastimpil!

Áætlun fermingarfræðslu í Víðistaðakirkju 2020 – 2021

Ø  Ferðalag í Vatnaskóg (með fyrirvara í ljósi aðstæðna)

·         Tími: 28. – 29. september.

·         Foreldrar beðnir um að fá frí fyrir börn sín í skólanum þessa daga.

·         Verður staðfest og kynnt betur þegar nær dregur.

·         Ferðin er ekki innifalin í fermingarfræðslugjaldi, heldur greidd sérstaklega. Ég læt vita um kostnaðinn (sem er niðurgreiddur af kirkjunni) um leið og ég fæ uppl. frá KFUM/K sem sér um námskeiðið í vatnaskógi.

Ø  Haustnámskeið

·         Fimmtudaginn 24. sept. kl. 15:15

§  Kynning – Fræðsla – Skipulag messuþjónustu

·         Mánud. 28. – þriðjud. 29. sept.

§  Vatnaskógarferð

·         Fimmtudaginn 8. okt. 2020, kl. 15:15

§  Heimsókn: Erna Kristín

§  Fyrirlestur um líkamsímynd.

·         Fimmtudaginn 15. okt. kl. 15:15

§  Heimsókn: Gídeonfélagið gefur Nýja testamentið.

·         Fimmtudaginn 22. okt.

§  Vetrarfrí

·         Fimmtudaginn 29. okt. kl. 15:15

§  Heimsókn: Kristín Ólafsdóttir

§  Kynning á verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar.

·         Fimmtudaginn 5. nóv. kl. 17:15

§  Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar.

§  mikilvægt að allir mæti

§  Pizzuveisla að söfnun lokinni

§  Verður kynnt betur er nær dregur

·         Fimmtudaginn 12. nóv. kl. 15:15

§  Ukulelenámskeið / kirkjutónlist

§  Helga Þórdís organisti kennir

·         Fimmtudaginn 19. nóv. kl. 15:15

§  Fræðsla

·         Fimmtudaginn 26. nóv. kl. 15:15

§  Fræðsla

 

Ø  Vornámskeið 2021 / Upprifjun og undirbúningur fyrir fermingu. 

·         Fimmtudaginn 21. jan. 2021, kl. 15:15

§  Heimsókn: ATH.

·         Fimmtudaginn 28. jan. 2021, kl. 15:15

§  Fræðsla

·         Fimmtudaginn 04. feb. 2021, kl. 15:15

§  Heimsókn: Margrét Lilja

§  Umhverfismál

·         Fimmtudaginn 11. feb. 2021, kl. 15:15

§  Fræðsla  

·         Fimmtudaginn 18. feb. 2021, kl. 15:15

§  Fræðsla

·         Fimmtudaginn 25. mars 2021, kl. 15:15

§  Undirbúningur fyrir fermingu

·         Fimmtudaginn 04. mars 2021, kl. 15:15

§  Undirbúningur fyrir fermingu

 

Ø  Æfingar og kyrtlamátun fyrir fermingar 2019:

·         Þau sem fermast 21. mars  kl. 10:30 mæta á æfingu fimmtud. 18. mars kl. 16:00.

·         Þau sem fermast 28. mars kl. 10:30 mæta á æfingu fimmtud. 25. mars kl. 16:00.

·         Þau sem fermast 1. apríl  kl. 10:30 mæta á æfingu þriðjud. 30. mars kl. 16:00.

 

Ø  Messuþátttaka fermingarbarna: 

·         Mæting í a.m.k. 8 messur fram að fermingu.

·         Fermingarbörn hafi Kirkjulykilinn með í messur og fá stimpil við hverja mætingu.

·         Þátttaka í messuþjónustu / Verður kynnt betur.

Birt með fyrirvara um breytingar af ófyrirséðum ástæðum