Á sunnudaginn kemur, þann 12. janúar, fer guðsþjónusta safnaðarins fram í Vídalínskirkju í Garðabæ – og hefst kl. 14:00. Um er að ræða sameiginlega guðsþjónustu safnaðanna í Víðistaðasókn, Garðasókn og Bessastaðasókn – og er aðallega hugsuð fyrir eldri borgara a svæðinu en er þó að sjálfsögðu opin öllum. Sóknarprestur Víðistaðasóknar þjónar fyrir altari og predikar og Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Organleikari er Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti hér í Víðistaðakirkju. Veitingar og skemmtidagskrá verður á eftir í safnaðarheimili Vídalínskirkju í boði Garðasóknar.