Víðistaðakirkja-pano

Krílasálmar

Námskeið í krílasálmum

Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir 3-12 mánaða börn. Námskeiðið er opið öllum og í boði kirkjunnar gjaldfrjálst.

Námskeiðið er haldið í Víðistaðakirkju einu sinni í viku í 45 mínútur í senn á fimmtudögum frá 11-11:45. Hvert námskeið er 4 vikur.

Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið.

Krílasálmar eru tækifæri til að eiga ljúfa stund í kirkjunni með börnunum. Engrar færni í söng er krafist. Á námskeiðinu leikum við okkur, dönsum og syngjum saman sálma og þekkt barnalög. Foreldrar læra að nota söng og tónlist í umönnun barnanna og börnin læra smám saman með. Við leggjum einnig áherslu á hlustun og þess að njóta samverunnar í notalegri kirkjunni.

Ísabella Leifsdóttir söngkona kennir og veitir frekari upplýsingar í tölvupósti ladivarosa@gmail.com

Næsta námskeið hefst 31. okt. 2024

Tímasetning
Fimmtudagar kl. 11-11:45

Verð
Námskeiðið er gjaldfrjálst

Skráning á námskeið: