Barnakórinn æfir á þriðjudögum kl. 14.15

Æfingar hjá barnakór Víðistaðakirkju eru á þriðjudðgum kl. 14.15 – 15.00* (stundum lengur) og hefjast næstkomandi þriðjudag 9. september.

Börn 8-12 ára (3.-6. bekk) eru velkomin í kórinn.   Skráningarblöð liggja frammi í kirkju og má finna á heimasíðu kirkjunnar. Hægt að prenta þau út og koma með kirkjuna eða senda,  sem viðhengi á netfang kórstjóra, helga@vidistadakirkja.is.    (Líka má senda beint á kórstjóra upplýsingar um barn og símanúmer og netföng foreldra).

*(Ath. stundum eru eldri börnin aðeins lengur á æfingum, ef verið er að kenna sérstaklega röddun, við erum líka lengur ef við erum með verðlaunadaga sem eru nokkrum sinnum yfir veturinn, en upplýsingar um það eru alltaf sendar foreldrum í tölvupósti, því er mikilvægt að börnin séu skráð í kórinn).

Ekkert kostar fyrir börnin að vera í barnakórnum.

Allar nánari upplýsingar eru hjá kórstjóra, Helgu Þórdísi Guðmundsdóttur á netfangi eða í síma 8683110.

barnakór 2014 washed

Comments are closed.