Nú hefst tíu til tólf ára starfið í Víðistaðakirkju.
Í vetur komum við til með að vinna þemavinnu. Unnið er með hvert þema í þrjú til fjögur skipti.
Í október munum við byrja á þema sem ber yfirskriftina: Við sjálf eða sjálfsvirðing.
Í nóvember munum við fjalla um Tilfinningar sem eru stór hluti af okkur sjálfum og öðrum. Þar sem börnin fá þjálfun í því að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér tilfinningum annarra.
Í desember munum við fjalla um aðventuna og jólin og hvaða merkingu hátíðirnar hafa í huga okkar.
Þessar þemavikur verða unnar í gegnum leiki, föndur og með spunasmiðjunni þar sem við semjum lög, teiknimyndasögur og leikrit. Búum til stuttmyndir, bænir, höldum hæfileikasýningar og grímudansleiki og margt annað skemmtilegt.
Fundirnir eru á miðvikudögum í Víðistaðakirkju kl. 16.30-17.30. Við viljum biðja foreldra/forráðamenn að skrá börn sín formlega í starfið með því að senda epóst á mariagunn@gmail.com. Þetta er gert til þess að gæta öryggis ef eitthvað kemur upp á og einnig svo við getum leyft foreldrum að fylgjast með starfinu í gegnum reglulegan tölvupóst.
Umsjón: María Gunnarsdóttir, mariagunn@gmail.com sími: 6985257
og Stefanía G. Steinsdóttir sgs5@hi.is sími: 8628887.
Bestu kveðjur, María og Stefanía.