Þann 25. október nk. stendur Víðistaðakirkja fyrir styrktartónleikum til stuðnings flóttafólki. Allur ágóði tónleikanna rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar og fer í neyðaraðstoð við flóttafólk frá Sýrlandi. Margt frábært tónlistarfólk kemur fram á tónleikunum og gefur vinnuframlag sitt til stuðnings góðu málefni:
Diddú, Bubbi Morthens, Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson, Bjarni Arason, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk, Svenni Þór, Alma Rut, Hjörtur Howser, Eysteinn Eysteinsson, Hafsteinn Valgarðsson, Alda Dís, Tindatríó, Arnhildur Valgarðsdóttir, Kór Víðistaðasóknar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.
Miðaverð er kr. 2.900,- og fer miðasala fram á midi.is. Allar frekari upplýsingar er hægt að fá í Víðistaðakirkju í sími 565-2050. Sjá auglýsingu.