Víðistaðakirkja-pano

Útleiga kirkju

Tónleikar og upptökur

Víðistaðakirkja þykir einstaklega gott tónlistarhús og er því mjög oft vettvangur tónleikahalds af
ýmsum toga. Einstaklingar, hljóðfæraleikarar og einsöngvarar, hljómsveitir og kórar sækjast eftir því
að fá kirkjuna til afnota fyrir tónleika. Það er ekki eingöngu að hljómburðurinn sé góður heldur er
kirkjan með sínum áhrifamiklu freskumyndum einstök umgjörð um fallegan tónlistarflutning. Þá eru í
kirkjunni mjög góður og vandaður Bösendorfer flygill og ágætt pípuorgel.
Kirkjan er jafnframt talsvert leigð út fyrir upptökur á tónlist – allt frá dægurtónlist til klassískrar
tónlistar. Auk hljómgæðanna í húsinu þá er kirkjan þannig staðsett að lítið er um umhverfishljóð sem
trufla upptökur.

Leiguskilmála má sjá hér.

Upplýsingar og bókanir eru hjá kirkjuverði.