Síðastliðinn sunnudag 1. nóvember á allra heilagra messu var opnuð á vegum Kjalarnessprófastsdæmis heimasíðan Útför í kirkju (www.utforikirkju.is) sem unnið hefur verið að síðastliðið ár í samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. presta, djákna og organista prófastsdæmsins.
Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest sem viðkemur útför í kirkju og þjónustu kirkjunnar. Yfirlit yfir hvað þarf að huga að í undirbúningi útfarar ásamt umfjöllun um hvað er útför, tilgang sálma og tónlistar, börn og útför, sálgæslu kirkjunnar og hvar er hægt að sækja sér styrk og aðstoð. Efninu er ætlað að auðvelda fólki undirbúning útfarar og fræða um útfararsiði kirkjunnar. Það er von okkar að þetta framtak megi verða fólki til leiðsagnar og gagns á viðkvæmum tímum.