Ljósmyndasamkeppni

Víðistaðakirkja efnir til ljósmyndasamkeppni í tilefni af 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar á næsta ári. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á þeim tímamótum, kirkjunni sjálfri, starfi hennar og fallegu umhverfinu á Víðistaðatúni. Þema keppninnar er „Víðistaðakirkja – Víðistaðatún“ og þurfa myndirnar því að vera teknar á því svæði.  Hver keppandi getur sent inn eins margar myndir og hann vill og þær mega vera teknar hvenær sem er. Nýheri styrkir keppnina og veitir vegleg verðlaun fyrir 3 bestu myndirnar, í 1. verðlaun er Canon Powershot A2400 IS Silver myndavél, 2. verðlaun Canon PIXMA iP4950 prentari og 3. verðlaun Pro 61,2 -151,4 cm þrífótur frá Camlink. Skilafrestur er 31. október nk. Myndir sendist á netfangið srbragi@vidistadakirkja.is merktar ljósmyndasamkeppni. Sjá nánar hér.

Comments are closed.