Úrslit í ljósmyndasamkeppni Víðistaðakirkju voru kynnt í dag og verðlaun afhent. Fyrsta sætið hlaut ljósmynd eftir ungan og efnilegan ljósmyndara Daníel Örn Smárason. Mynd hans ber vott um gott hugmyndaflug og frumleika um leið og hún fangar viðfangsefnið vel – og rammar það skemmtilega inn:
Sigþrúður Jónasdóttir fékk önnur verðlaun fyrir mynd sem tekin er í trjágöngum á Víðistaðatúni og í þrðja sæti var Helena Björk Jónasdóttir með mynd af mannlífinu á túninu á 17. júní. Sjá allar myndirnar hér.