Aðventukvöldið á sunnudaginn kemur, 1. sunnudag í aðventu, verður að þessu sinni kl. 17:00 síðdegis en ekki að kvöldi eins og undanfarin ár. Dagskrá samkomunnar er að mestu í höndum kóra kirkjunnar, organista og stjórnenda, en auk þess mun Guðrún Birgisdóttir leika á flautu. Ræðumaður verður Gylfi Ingvarsson vélvirki og fulltrúi í sóknarnefnd Víðistaðasóknar. Að venju verður Systrafélag kirkjunnar með kaffisölu að lokinni dagskrá. Sjá nánar…