Barnakór Víðistaðakirkju

barnakór 2014 washedÆfingar hjá Barnakór Víðistaðakirkju hefjast í næstu viku  og verða á fimmtudögum kl. 14.20.

Öll börn 8 ára og eldri (3.bekk) eru velkomin í kórinn og kostar ekkert að vera í kórnum.

Æfingar eru 45 mínútur í senn en stundum lengur ef sérstakar raddæfingar eru og er þá látið vita fyrirfram af því.  Börnin syngja 5-6 x yfir veturinn í fjölskylduguðsþjónustum eða á öðrum hátíðisstundum í kirkjunni, verðlaunadagar eru reglulega og ýmislegt annað skemmtilegt og uppbyggilegt fyrir börnin.  Lagt er kapp á að þau fái að vinna amk. 1x yfir veturinn með þekktum söngvurum og afraksturinn fluttur í fjölskyldustund. Reynt verður að stefna að því að komast á amk. eitt kóramót með kórinn.

Mikilvægt er að börnin séu skráð í kórinn svo foreldrar séu að fá allar upplýsingar í gegn um tölvupóst, en börnin fá líka alltaf miða með sér heim þegar eitthvað sérstakt er framundan.  Skráningarmiðar liggja frammi í kirkjunni og líka hægt að nálgast þá á æfingum.

Kórstjóri er Helga þórdís, organisti kirkjunnar og er hægt að fá nánaru upplýsingar hjá henni á netfangið helga@vidistadakirkja.is eða í síma 8683110.

Comments are closed.