Biblíuleg íhugun er kyrrðar- og íhugunarstund sem var vikulaga í boði síðastliðinn vetur og mun hefjast aftur þann 1. október nk. Í Biblíulegri íhugun er íhugaður einn guðspjallstexti hverju sinni og þá gjarnan komandi sunnudags – og er framkvæmdin samkvæmt hinni fornu Biblíulestraraðferð Lectio Divina/Biblíuleg íhugun. Biblíuleg íhugun fer fram á hverjum þriðjudegi kl. 18:00. Umsjón stundanna er í höndum þeirra Bergþóru Baldursdóttur og Nínu Dóru Pétursdóttur sem báðar eru messuþjónar í Víðistaðakirkju.