Blómamessa – Vorhátíð

Hin árlega blómamessa verður á sunnudaginn kemur þann 27. apríl kl. 11.00. Þá er jafnframt vorhátíð Víðistaðakirkju og er sérstaklega vænst góðrar þátttöku barna og unglinga í æskulýðsstarfi kirkjunnar og fjölskyldna þeirra. Í guðþjónustunni syngur Barnakór kirkjunnar undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð umsjónarfólks sunnudagaskólans. Að lokinni guðþjónustu verður boðið upp á grillaðar pylsur á kirkjutorginu og farið í leiki ef aðstæður leyfa. Verið velkomin!

Comments are closed.