Fermingarhátíð

Í gær sunnudaginn 28. febrúar var haldin stór fermingarhátíð á samstarfssvæði kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Á hátíðina mættu um 320 börn og vegna fjöldans var þeim skipt í tvo hópa eftir kynjum; á fyrri hluta dagskrárinnar voru stúlkur í Vídalínskirkju og drengir  í Hafnarfjarðarkirkju. Síðan komu báðir hópar saman hér í Víðistaðakirkju á lokastundina, stórtónleika þar sem hljómsveitin Sálmari lék og Jón Jónsson mætti á svæðið og tók nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra. 434A7502434A7516434A7544434A7547434A7558434A7584

Comments are closed.