Fjöldi á Fjölskylduhátíð

Sameiginleg fjölskylduhátíð þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ var haldin í Víðistaðakirkju og íþróttahúsi Víðistaðaskóla sunnudaginn 6. október sl. Hófst hátíðin með fjölbreyttri dagskrá í kirkjunni; þar kom m.a. fram rúmlega 100 barna kór safnaðanna, hljómsveit og leikarar sem fluttu stuttan leikþátt. Kórinn frumflutti tvo nýja sálma eftir Helgu Þórdísi organista og sr. Braga sóknarprest kirkjunnar. Sr. Jóna Hrönn í Vídalínskirkju stýrði stundinni. Að henni lokinni færðu kirkjugestir sig í íþróttahúsið þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur, hoppukastala, andlitsmálun og fleira. Um 550 manns sóttu hátíðina.

Comments are closed.