Fjölskylduhátíð á æskulýðsdaginn

Æskulýðsdagurinn er á sunnudaginn kemur, þann 2. mars. Þá verður fjölskylduhátíð í kirkjunni kl. 11:00 og mun lúðrasveitarhópur úr Víðistaðaskóla sjá um tónlistarflutning undir stjórn Vigdísar Klöru Aradóttur. Þá mun sunnudagaskólinn vera á sínum stað ásamt söng og gleði. Fundur með foreldrum fermingarbarna verður í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

Comments are closed.