Frábært framtak

Í gærkvöldi afhentu krakkar í 10. bekk Víðistaðaskóla sóknarpresti peninga til styrktar þeim sem minna mega sín í Víðistaðasókn. Peningarnir voru afrakstur eftir bingó og basar sem þau héldu í matsal skólans. Þau höfðu fengið þessa góðu hugmynd og hrintu henni sjálf í framkvæmd af miklum dugnaði. Um er að ræða frábært og þakkarvert framtak í anda jólanna – og víst er að margir eiga eftir að njóta góðs af.

Comments are closed.