Í guðsþjónustu kl. 11:00 á sunnudaginn, þann 22. nóvember, mun Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, koma í heimsókn og syngja undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti leikur á orgel og flygil og sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir þjónar með aðstoð messuþjóna.
Sunnudagaskólinn
verður á sama tíma uppi í suðursal kirkjunnar. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, fjörug lög og falleg orð – og hver veit nema NebbiNú komi í heimsókn! María og Bryndís leiða stundina.
Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum.