Gaflarakórinn syngur í tónlistarguðsþjónustu

Á sunnudaginn kemur þann 17. nóvember verður tónlistarguðsþjónusta kl. 14:00 – athugið breyttan messutíma að þessu sinni. Þá mun Gaflarakórinn, kór félags eldri borgara, syngja undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur við meðleik Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista kirkjunnar. Sr. Gunnar Jóhannesson héraðsprestur þjónar við guðsþjónustuna.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma og venjulega, kl. 11:00 og fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.

Comments are closed.