Gissur Páll, tenórsöngvari, og Árni Heiðar Karlsson, organisti í Víðistaðakirkju, hafa verið á ferðinni um landið síðasta árið og munu nú spila á hádegistónleikum í Víðistaðakirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 12:00 – 12:30. Á efnisskránni er úrval laga úr íslenska sönglagasafninu auk nokkurra ítalskra napólílaga og skandinavískra slagara. Tónleikarnir eru með óhefðbundnu sniði og óhætt að segja að allir muni hafa gaman af.
Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 1.000,- og ef fólk vill setjast niður í safnaðarheimilinu eftir tónleika og gæða sér á gómsætri súpu þá kostar það 500,- kr. til viðbótar. Allur ágóði rennur í orgelsjóð kirkjunnar.