Gjöf til íbúa sóknarinnar

Undanfarna daga hefur verið borin út kveðja frá Víðistaðakirkju til allra íbúa Víðistaðasóknar í tilefni 25 ára vígsluafmælis kirkjunnar þann 28. febrúar sl. Ákveðið var af þessu tilefni að ráðast í útgáfu á kynningarbæklingi um hin einstöku listaverk sem prýða kirkjuna – freskumyndirnar eftir Baltasar Samper.

Margir leggja leið sína í kirkjuna til að líta verkin augum og þar á meðal erlendir ferðamenn og listunnendur. Bæklingurinn nýi er bæði á íslensku og ensku – og var orðin nokkur þörf á að gefa út slíkan bækling þar sem eldri bæklingur var eingöngu á íslensku og þar að auki löngu uppurinn.

Er það von sóknarnefndar og starfsfólks kirkjunnar að þessari gjöf kirkjunnar til íbúa sóknarinnar verði vel tekið – og megi jafnframt verða hvatning til fólks að heimsækja kirkjuna, skoða freskumyndirnar og taka þátt í starfi kirkjunnar.

Comments are closed.