Guðsþjónusta og sunnudgaskóli á sunnudag kl. 11:00

kirkjaVið höldum inn í haustið…

Nú er allt að fara í fullan gang í kirkjustarfinu í Víðistaðakirkju þetta haustið og nýlega voru hér hressir krakkar á fermingarnámskeiði. Fastir liðir verða á sínum stað í safnaðarstarfinu en um leið munum við brydda upp á ýmsu nýju.

Á sunnudaginn 7. september byrjum við með sunnudagaskólann kl. 11 – mikið fjör, mikið gaman.

Á sama tíma eða kl. 11 er líka fyrsta guðsþjónusta haustsins, sr. Halldór Reynisson þjónar, en hann mun leysa sr. Braga af í vetur. Félagar úr kór kirkjunnar leiða svo sönginn undir stjórn Helgu Þórdísar organista en á eftir bjóðum við upp á molasopa.

Verið öll velkomin og takið börnin með, afa og ömmu líka!

Comments are closed.