Á undanförnum árum hafa Víðistaða-, Garða- og Bessastaðasókn haldið sameiginlega guðsþjónustu fyrir eldri borgara í sóknunum. Hefur guðsþjónustan farið fram í upphafi árs og til skiptis í Víðistaðakirkju og Vídalínskirkju.
Nú er komið að Þessari sameiginlegu guðsþjónustu í Víðistaðakirkju og munu gestirnir sjá um þjónustuna. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar, Margrét Gunnarsdóttir djáknanemi les ritningarlestra og sönghópur úr Garðaprestakalli syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.
Að lokinni guðsþjónustu mun Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, syngja undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Kaffiveitingar verða á eftir í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar Víðistaðasóknar.