Höfðingleg minningargjöf

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í kirkjunni þann 8. desember að Sigríður Kristín Bjarnadóttir frá Víðistöðum afhenti kirkjunni minningargjöf um foreldra sína og systkini, hjónin Bjarna Erlendsson og Margréti Magnúsdóttur frá Víðistöðum og börn þeirra Kristbjörgu Bjarnadóttur og Guðjón Bjarnason. Um rausnarlega gjöf er að ræða sem á eftir að koma sér vel fyrir starf safnaðarins. Kristínu eru færðar innilegar þakkir fyrir gjöfina og þann hlýhug til kirkjunnar sem að baki býr.

Gjafabréf.640Myndir teknar við afhendingu gjafarinnar: Á fyrri myndinni afhendir Kristín gjafabréfið Hjörleifi sóknarnefndarformanni og sr. Braga sóknarpresti og á seinni myndinni er Kristín ásamt Gylfa sóknarnefndarmanni og Magnúsi systursyni sínum.

Mynd.1Mynd.2

Comments are closed.