Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00.
Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni. Meðal annars verður notast við gamlar sálmabækur, nótur frá kórum kirkjunnar, gamalt sunnudagaskólaefni og fleira.
Komum saman stór og smá til að eiga notalega stund saman!
Námskeiðið tekur um 2 klukkustundir og er í boði kirkjunnar. Skráning fer fram hjá Ísabellu í pinkupcycling@gmail.com.
Athugið að það þarf að skrá öll börn sem og fullorðna sem mæta. Börn undir 12 ára skulu mæta í fylgd með fullorðnum.