Kósý jólafjölskyldustund

Sunnudaginn 15. desember verður haldin kósý jólafjölskyldustund í Víðistaðakirkju kl. 11. Við munum syngja jólalög, spila á gítar, dansa og lesa jólasögu. Eftir stundina verður kósý samvera í samkomusalnum þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Stundina leiða Margrét Lilja Vilmundardóttir, guðfræðinemi og Helga Þórdís, organisti. Hlökkum til að sjá ykkur!

Comments are closed.