Kyrrðarbæn (Centering Prayer)

Boðið verður upp á tveggja kvölda námskeið um kyrrðarbæn (Centering Prayer) hér í Víðistaðakirkju fimmtudagskvöldin  24. og 31. okt. kl. 19:30. Leiðbeinendur eru sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Ingunn Bjarnadóttir. Ekkert þátttökugjald. Ný bók um Kyrrðarbænina  „Vakandi hugur, vökult hjarta“ verður til sölu á staðnum.

Kyrrðarbænin (Centering Prayer) byggir á aldagamalli hefð sem síðan var endurvakin upp úr 1970 og hefur verið að ná sífellt meiri útbreiðslu um heiminn síðan þá. Bænin byggir á orðlausri nálgun við Guð, þar sem biðjandinn tekur ákvörðun um að leitast við að opna hjarta sitt fyrir nærveru Guðs og verkan í lífi sínu. Iðkanin felst síðan í því að læra að leiða hjá sér truflanir sem sækja á þann tíma sem bænin stendur yfir. Þetta er eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og geta allir lært það og stundað. Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar um Kyrrðarbænina á heimasíðunni www.kristinihugun.is.

 

Comments are closed.