Kyrrðarstundir hefjast aftur miðvikudaginn 5. febrúar og verða á hverjum miðvikudegi í febrúar og mars kl. 12:10. Þetta eru rólegar stundir með ljúfri tónlist. Þá eru fluttar fyrirbænir og er hægt að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar og einnig er hægt að skrá þau hér. Boðið er upp á súpu og brauð og gott samfélag í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!