„Leikreglur karlmennskunnar“

Fyrirlestur fimmtudagskvöldið 7. nóvember kl. 20:00 í flutningi Þorsteins V. Einarssonar. Aðalmarkmið fyrirlestursins er að hrista upp í viðteknum hugmyndum um karlmennsku og kynhlutverk, benda á endurteknar birtingamyndir karlmennsku og staðalmyndir um kyn og svara því hvers vegna og hvernig karlar geti tekið þátt í að skapa jafnrétti í sínu umhverfi. Þorsteinn V. Einarsson flytur fyrirlesturinn en hann er meistaranemi í kynjafræði og sér um samfélagsmiðilinn Karlmennskan á Facebook og Instagram.

Comments are closed.