Messuferð í Skálholt

Á sunnudaginn kemur þann 27. sept. fer guðsþjónusta safnaðarins fram í Skálholtskirkju og hefst kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sr. Halldór Reynisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga J. Ingibergssyni.

skalholt3-600x1

Fólk er hvatt til þess að leggja leið sína í Skálholt og mælst er til þess að það mæti við Víðistaðakirkju um kl. 09:00, sameinist í bíla og leggi svo af stað ekki seinna en kl. 09:15.

Comments are closed.