Opnuð hefur verið ný heimasíða fyrir Víðistaðakirkju. Lögð er áhersla á að aðkoman að síðunni sé einföld og þægileg svo fólki reynist auðvelt að finna það sem leitað er eftir bæði fljótt og vel. Á heimasíðunni verður sem fyrr reynt að birta nýjustu fréttir hverju sinni og greina frá því sem framundan er í safnaðarstarfinu.