Starfsmannabreytingar

Nýverið lét Karl Kristensen af störfum fyrir aldurs sakir sem kirkjuvörður í Víðistaðakirkju og við tók Margrét Lilja Vilmundardóttir. Margrét Lilja segist full tilhlökkunar til að takast á við nýja starfið en hún er ný flutt með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar eftir sex ára búsetu á Súðavík. Margrét Lilja á að baki fjölþætta starfsreynslu, m.a. í kirkju- og félagsstarfi sem hún telur að muni nýtast vel í kirkjuvarðarstarfinu. Hún hefur lokið diplóma námi í nútímadansi frá Listadansskóla Íslands, BA prófi frá íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og BA prófi í guðfræði frá sama skóla. Samhliða starfi sínu í Víðistaðakirkju leggur Margrét Lilja stund á magister nám í guðfræði.

Á síðasta aðalsafnaðarfundi Víðistaðasóknar gaf Gunnar Hólmsteinsson ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sóknarnefnd, en þar hefur hann starfað frá stofnun sóknarinnar, eða í 42 ár. Gunnar hefur verið gjaldkeri sóknarinnar allan þennan tíma – sem sennilega er einsdæmi í sögu kirkjusókna á höfuðborgarsvæðinu. Nýr gjaldkeri sóknarinnar er Ragnar Z. Guðjónsson. Sóknarnefnd Víðistaðakirkju bíður þau Margréti Lilju og Ragnar hjartanlega velkomin til starfa.

Comments are closed.