Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ: Víðistaðakirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Ástjarnarkirkju, Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Vídalínskirkju og Bessastaðakirkju. Undir heiti Sumarkirkjunnar verður boðið upp á sameiginlegar guðsþjónustur í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst kl. 11:00 – og koma þær í stað helgihalds í fyrrnefndum kirkjum nema í sérstökum tilvikum. Eftir messur verður boðið upp á kaffisamveru í hlöðunni á Króki.