Sunnudagurinn 24. janúar:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Við fáum góða gesti í tónlistarguðsþjónustuna á sunnudaginn, en Karlakórinn Þrestir syngur, að þessu sinni undir stjórn Bjarna Jónatanssonar. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir settur héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffi, djús og kex í safnaðarsalnum eftir guðsþjónustu.

restirbo2015

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði í sunnudagaskólanum að venju, söngur, sögur og fleira skemmtilegt fyrir börn á öllum aldri í umsjón Maríu og Bryndísar. Kaffi, djús og kex í safnaðarsalnum að sunnudagaskóla loknum.

Comments are closed.