Systrafélag Víðistaðasóknar hélt upp á 40 ára afmæli þann 2. mars sl. með glæsilegri veislu í safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem auk systrafélagskvenna var boðið sóknarnefndarfólki, sóknarpresti og starfsfólki kirkjunnar. Var boðið upp á mat frá Kænunni, söngatriði með Guðrúnu Árnýju og Systrafélagskonan Unnur Sveinsdóttir rakti sögu félagsins frá upphafi. Afmælisávörp fluttu þau Valgerður Sigurðardóttir varaformaður sóknarnefndar og Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur, þau óskuðu félagskonum til hamingju með afmælið og þökkuð þeim fyrir óeigingjörn og mikilvæg störf þeirra í þágu kirkjunnar. Formaður félagsins er Sigríður Jónsdóttir sem stýrði afmælisfundinum.