Tónlistarguðsþjónusta

Tónlistarguðsþjónusta verður á sunnudaginn kemur, þann 1. september kl. 11:00. Þá mun hljómsveitin Tilviljun leika létta og skemmtilega tónlist. Auk sóknarprests mun sr. Kjartan Jónsson sóknarprestur í Tjarnaprestakalli þjóna fyrir altari og prédika. Er sérstaklega vænst þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna, en fermingarbörn úr báðum prestaköllum – þ.e. úr Víðistaðasókn, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn – hafa sótt fermingarnámskeið hér í kirkjunni nú í vikunni. En allir eru að sjálfsögðu velkomnir!

Comments are closed.