Vetrardagar
Vetrardagar í Víðistaðakirkju 3. – 10. nóv. 2024
Sunnudagur 3. nóvember
Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í umsjá Ísabellu og Helga.
Kl. 11:00 Guðsþjónusta á allra heilagra messu – látinna minnst.
Jón Rafnsson leikur á kontrabassa og ástvaldur Traustason á píanó
Kl. 12:00 Góðar veitingar í safnaðarsal.
Þriðjudagur 5. nóvember
Kl. 09:30 Tónlistardagur barnanna (tvennir tónleikar)
Dúó Stemma flytur ævintýrið „Villuhrafninn“
– Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari
og Steef van Oosterhout slagverksleikari
- 09:30 1. og 4. bekkur
- 10:30 2. og 3. bekkur
Miðvikudagur 6. nóvember
Kl. 12:00 Orgelandakt og kyrrðarstund
Sveinn Arnar organisti leikur valin orgelverk og kyrrðarstund hefst kl. 12:10.
Íslensk kjötsúpa í safnarsal eftir stundina.
Kl. 20:00 Trúar- og tignarlegir Tindar
Tindatríóið er skipað feðgunum Atla Guðlaugssyni, Bjarna Atlasyni og Guðlaugi Atlasyni. Auk sálmalaga og trúarlegra sönglaga má heyra lög sem hafa fest sig í sessi í útfararathöfnum. Meðleikari á tónleikunum er Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Víðistaðakirkju. Enginn aðgangseyrir.
Fimmtudagur 7. nóvember
Kl. 17:30 Kyrrðarbæn
í umsjá Bergþóru Baldursdóttur og sr. Jónínu Ólafsdóttur.
Samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju.
Föstudagur 8. nóvember
Kl. 19:00 Kótilettukvöld
Verð kr. 5.000,- á mann
Pantanir sendist á netfangið kirkjuvordur@vidistadakirkja.is
Takmarkaður sætafjöldi.
Laugardagur 9. nóvember
Kl. 11:00 Jólakortasmiðja
Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni. Ísabella Leifsdóttir, leiðbeinandi smiðjunnar, hefur unnið að uppvinnslu í mörg ár undir nafninu Pink Upcycling og leggur áherslu á að nýta efni sem annars færi í endurvinnslu. Meðal annars verður notast við gamlar sálmabækur, nótur frá kórum kirkjunnar, gamalt sunnudagaskólaefni og fleira. Komum saman stór og smá til að eiga notalega stund saman.
Námskeiðið tekur um 2 klukkustundir og er í boði kirkjunnar. Skráning fer fram hjá Ísabellu í pinkupcycling@gmail.com, takmarkaður fjöldi kemst að. Athugið að það þarf að skrá öll börn sem og fullorðna sem mæta. Börn undir 12 ára skulu mæta í fylgd með fullorðnum.
Sunnudagur 10. nóvember
Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í umsjá Ísabellu og Helga.
Kl. 11:00 Skagfirðingamessa
Ræðumaður: Valgerður Erlingsdóttir
Tónlist:Kl. 12:00 Veitingar í safnaðarsal – í boði Skagfirðingafélagsins.