Tónlistarmessa markar upphaf dagskrár „Vetrardaga í Víðiastaðakirkju” og hefst hún kl. 11:00, Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.
Sunnudagaskólinn verður svo á sama tíma uppi í suðursal kirkjunnar og er þar boðið upp á fjölbreytta dagskrá að vanda. María og Bryndís leiða stundina.
Að loknum guðsþjónustunum verður boðið upp á veitingar í safnaðarsalnum, þar sem gott tækifæri gefst til að skoða frábæra myndlistarsýningu Eddu Svavarsdóttur.
Listaverkauppboð verður í kennslustofunni kl. 13:00, þar sem boðnar verða upp klippimyndir Maríu Eiríksdóttur. Allur ágóði rennur til neyðaraðstoðar við flóttafólk.
Styrktartónleikar hefjast svo kl. 20:00. þar kemur fram frábært tónlistarfólk sem flytur tónlist til styrktar flóttafólki: Diddú, Bubbi Morthens, Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson, Bjarni Arason, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk, Svenni Þór, Alma Rut, Hjörtur Howser, Eysteinn Eysteinsson, Hafsteinn Valgarðsson, Alda Dís, Tindatríó, Arnhildur Valgarðsdóttir, Kór Víðistaðasóknar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Sjá nánar hér
Miðaverð er kr. 2.900,- og fer miðasala fram á midi.is