Víðistaðakirkja heimsækir Hjallakirkju sunnudaginn 22. desember

Kl. 11.00 “Við syngjum inn jólin”

Kór Hjallakirkju og Kór Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, sem verður sérstakur gestur, syngja ásamt öllum kirkjugestum.

Falleg stund til að njóta jólasöngvanna í eðlilegu umhverfi í sínu rétta formi.

Inn á milli tónlistarinnar eru ritningarlestrar og ljóðalestur undir stjórn séra Halldórs Reynissonar. Söngstjórar og organistar: Jón Ólafur Sigurðsson og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Comments are closed.