j0436065

5 fermingarathafnir

Á skírdag þann 1. apríl sl. voru 13 börn fermd í 5 athöfnum hér í Víðistaðakirkju. Fyrsta athöfnin var kl. 10:00 og svo á klukkustundar fresti, sú síðasta kl. 14:00. Hluti þessara barna höfðu átt að fermast á pálamasunnudag, en þeim athöfnum var frestað þegar allt unglingastig Víðistaðaskóla var sett í sóttkví og þar með fermingarbörnin. Var þá bætt við fleiri athöfnum á skírdag. Sóknarprestur fermdi og Helga Þórdís organisti sá um tónlistina, spilaði á flygil og orgel og söng. Kirkjugestir, sem voru innan tilskilinna fjöldatakmarka, voru skráðir fyrirfram og raðað á númeraða bekki í samræmi við sóttvarnareglur. Var mikil ánægja meðal fermingarbarna og foreldra með fermingarathafnirnar þó þær væru með einfalaldara sniði en venjan er – og einnig að ekki þyrfti að fresta þeim um óákveðinn tíma.

Comments are closed.