241520615_6200911073283065_7109078176637396272_n

Kyrrðar- og samverustund

Í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðar- og samverustund í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 9. september kl. 20:00.

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Margir þjást vegna sjálfsvíga ástvina. Stundin er ætluð til að mæta þeim einstaklingum, styðja, styrkja og minnast. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem látnir eru. Hér er tækifæri til að koma saman, hlýða á uppörvandi orð, hugleiðingu aðstandenda og leyfa tónlistinni að hreyfa við okkur.

Sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina, Hafdís Huld Þórólfsdóttir flytur hugleiðingu og um tónlistarflutning sjá þau Ásta Marý Stefánsdóttir, Benedikt Sigurðsson og Sveinn Arnar Sæmundsson.

Comments are closed.