Námskeið í Náttúrulegri safnaðaruppbyggingu

Haldið verður námskeið í Náttúrulegri safnaðaruppbyggingu (NSU) miðvikudaginn 25. október kl. 18:30.

Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson mætir á staðinn og fræðir okkur enn frekar um efni og innihald verkefnisins sem við höfum nú unnið að undanfarin misseri.

Jafnframt gefst tækifæri til að ræða stöðu mála hjá okkur og þá aðgerðaáætlun sem liggur fyrir og var kynnt sl. vor.

Námskeiðið hefst með gómsætri súpu að hætti Kalla kirkjuvarðar.

Verið hjartanlega velkomin!

Comments are closed.